Við (Ég, Guðný, Helga, Jói, Bendik) fórum um daginn að hlusta á stjörnu Íslands spila og vinna Bach keppnina í Leipzig. Tókum bílaleigubíl með 3 tíma fyrirvara og brunuðum af stað. Bílaleigan átti í raun ekki lausan bíl eins og við bókuðum á netinu en af því að við gátum bókað hann á netinu þá varð bílaleigan að redda okkur svo við fengum svakalegan bíl, minibus á sama verði og litli bíllinn sem við pöntuðum á netinu.
Leipzig er æðisleg borg, ótrúlega fallegur miðbær og ekki má gleyma að Bach liggur grafinn í Tómasarkirkjunni. Við fórum og vottuðum virðingu okkar, skyndilega hóf organistinn að leika toccata & fuga í d-moll sem er mjög útúrspilað stykki en þegar maður heyrði það í þessari kirkju spilað á kröftugt orgel þá varð það ótrúlega áhrifamikið. Orgel er svo klikkað hljóðfæri, bassatónarnir bara éta mann að innan.
En allavega þá spilaði Elfa langbest í keppninni enda vann hún sem er ótrúlegt, það er svo fáránlega erfitt að vinna svona keppni en Elfa er greinilega snillingur. Þrefalt húrra fyrir henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli