Þá er maður kominn heim til Köben aftur þótt líkamsklukkan sé enn á leiðinni frá Seattle. Hún fór eflaust með skipi.
Við spiluðum þrenna tónleika (þar af eina í Vancouver Kanada) og Eva hélt eitt workshop í "Jú dobb" eins og þeir kalla University of Washington. Workshoppið var ótrúlega flott hjá Evu og ég ætla að fara að hanna eitt slíkt um kontrabassann svo við getum gert svona workshop saman.
Planið er að sækja um í háskólum víðsvegar á vesturströnd bandaríkjana fyrir næsta vor til að halda svona workshop og tónleika. Ef við fáum inn í 3-5 skólum myndum við geta grætt svoldin pening á þessu og fengið frábært road trip með Pete og Josh en þeir eru tónskáldin sem fengu okkur til að koma. Það lítur út fyrir að margir staðir í Bandaríkjunum eigi ekki mikið af ungum listamönnum sem spila alvarlega nýja tónlist (eða geta það) svo þeir sem eru í þeim heiminum eru æstir í að fá okkur aftur og fleiri og fleiri vilja skrifa fyrir The Slide Show Secret.
Fyrir þennann túr bjuggum við til ýmsan varning með lógóinu okkar á:
Segla á ísskápinn
Handtöskur fyrir nótur og annað
bolla
músamottur
nælur
Seglana reyndum við að selja en hitt var til gamans fyrir okkur sjálf. Við seldum öll cd demóin okkar og svona 10 segla, sem við teljum gott annars tókum við eftir því að bandaríkjamenn eru óðir í límmiða á stuðarann svo það verða sko gerðir límmiðar fyrir næsta túr.
Contact aðilum okkar vestanhafs fer fjölgandi svo hver veit nema maður endi í Hollywood!?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli