Afhverju er trúlausum jafn unnt um að dreifa orði sínu eins og heittrúuðum. Hvað þarf svona mikið að sanna. Má þetta ekki allt saman vera til. Mega ekki allir trúa sínu. Trúleysingjar hafa ótrúlega litla virðingu gagnvart hinum trúuðu.
Ég er ekki heittrúaður og fer ekki í kirkju reglulega, það þýðir samt ekki að ég hafi ekki mína trú sem á rætur að rekja til hins yfirnáttúrulega eða spiritualisma einhvern.
Trú hefur hjálpað svo ótal mörgum að finna tilgang með lífinu...er það slæmt?
Afhverju fer vestrænu samfélagi hnignandi? Peningar eru allt fyrir fólki.
Ég segi, upp með spiritualisma, niður með materialisma.
Eru vísindi ekki jafn mikil trú og hvað annað? Vísindi eru skynjanir okkar settar í formúlur og munstur. Hver er sannleikurinn í því? Höfum við öll skynfæri? Kannski er hægt að skynja heiminn miklu dýpra. Vísindi eru nauðsynleg að mínu mati en það er trú á hið óskiljanlega líka.
Ég þarf ekki að dreifa minni persónulegu trú til annarra, en mig langar mjög mikið til að fólk hætti að dreifa sínum, þar á meðal trúleysi. Ég held að hinir trúlausu séu jafnvel verri en allir þessir sértrúarsöfnuðir sem banka upp á hjá manni, ég bíð eiginlega bara eftir því að trúlausir fari að gera það líka.
Hlustið á tónlist eftir Bach og segið að hið yfirnáttúrulega sé ekki til með góðri samvisku. Er ekki tónlist yfirnáttúruleg, afhverju heillumst við svona af henni, en hún er líka vísindi. Mín niðurstaða er, vísindi og trú eru óslítanleg fyrirbæri og ef ég hefði ekki trú gæti ég alveg eins hætt í tónlist.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli