Ætla að sækja um leiðarastöðuna í Malmö óperunni (bjartsýnn) og tutti stöðu í Berliner Symphony-Orchester (enn bjartsýnni).
Á miðvikudaginn tek ég upp ýmis hljóð á bassann minn ásamt tónmeistara úr konsinu sem Joshua ætlar að nota í mjög svo virtúósíska konsertinn minn (konsert fyrir bassa og electronic) - Ég er farinn að hallast að því að Joshua sé snillingur. Vil samt ekki segja frá hugmyndum hans fyrr en verkið er tilbúið. Það lofar allavega góðu.
By the way....ég var að hugsa um að vinna bæði prufuspilin!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli