sunnudagur, október 16, 2005

Berlín og Esko

Jæja, kominn aftur til Köben eftir stutta ferð til Berlínar. Þetta var mikil bassanördaferð. Fyrir það fyrsta náði ég að hlusta á masterklass með Esko Laine sem er bassaleikari úr Berlínar Fílharmóníunni. Síðan kynnti ég mig fyrir kallinum og sagðist hafa áhuga á að sækja um hjá honum á næsta ári og tróð eins miklum upplýsingum um sjálfan mig og ég gat þann tíma sem við spjölluðum og hann sýndi mér nú bara ágætis áhuga. Nú var ég að skrifa honum mail til að reyna að fá tíma hjá honum í byrjun nóvember. Annað var að ég náði að hlusta á tónleika þar sem nýi ungi (24 ára) 1.sóló bassinn úr B.F. spilaði Arpeggione sónötuna. Það var ekki að spyrja að því, hann var ótrúlega góður. Síðan fór ég á B.F. tónleika. Síðast en ekki síst gat ég líka verið með Guðnýju og tekið þátt í innflutningspartýinu þeirra...gaman gaman.

Engin ummæli: