Nú er vikutúrinn til Álaborgar lokið, tvennir tónleikar með skólahljómsveitinni yfirstaðnir. Fyrstu tónleikarnir sem voru í Álaborg og heppnuðust ágætlega en þeir seinni í Árósum voru enn betri. Efnisskráin var Heldenleben e.Strauss, Coriolan forleikur og píanókonsert no.3 e.Beethoven. Ég leiddi í Beethoven og fannst mér ég standa mig nokkuð vel á seinni tónleikunum en þá var ég líka kominn með auka öryggi. Athuga skal að þetta var blönduð hljómsveit, Álaborga synfónían og kons hljómsveitin. Finnst ekkert voða þægilegt að eiga að vera leiðari þegar það eru gamlir atvinnumenn og reynsluboltar í sectioninni. En þeir voru nú mikil gæðablóð.
Á morgunn held ég til Berlínar að heimsækja Guðnýju en í dag voru,og á morgunn eru æfingar með Evu. Steini er búinn að skila smá og Ingi Garðar lofar að skila fullkláruðu á morgunn þannig að þetta fer svona að pússlast saman.
Það verður ekki mikið um blogg á næstunni því ég er svo rosalega upptekinn. Ef ég er í tölvunni þá er það til að standa í e-mail samskiptum sökum tónleikaskipulagningsmála.
Kveð að sinni, ykkar Kontri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli