þriðjudagur, júní 07, 2005

Guðný farin :(

Þá er hún Guðný mín farin til Berlínar, það mun eigi gaman vera fyrir mig en ég skreppi þangað eftir 12 daga svo það er sárabót. Við erum búin að eiga ótrúlega góða daga hérna í Köben. Fórum t.d. á Sigfried e. Wagner í nýja óperuhúsinu og það er ótrúlegt hvað þetta óperuhús býður upp á. Það eru 6 svið sem hægt er að skipta um hljóðlaust og svo er hægt að lyfta sviðunu (í bútum) upp hljóðlaust. Með svona nútíma tækni er hægt að fá hraða í þetta en samt hafa stórkostleg svið með miklum smáatriðum, mjög kúl. Uppsetningin var líka vel heppnuð svo ég var í skýunum yfir þessari sýningu. Í gær, daginn sem hún Guðný fór, notuðum við allann daginn í að borða, bláberjatertu, osta, kex, rauðvín, bollur með parma skinku, brie ost og fleira góðgæti. Það var ekki annað hægt en að njóta til fullnustu seinasta dagsins. Um kvöldið eftir að hún var farinn fór ég á Trivium tónleika með Huga, ansi hressandi að fá smá hart rokk læf!! En sem sagt núna verð ég að viðurkenna að án Guðnýjar er ég mjög tómur að innann, en maður verður bara að hugsa fram á við og hlakka til næstu samveru og vera glaður með það. Eins og fróðir menn hafa kannski tekið eftir þá fer bloggið í pásu þegar Guðný er með mér, maður eyðir sko ekki tíma í neina vitleysu þegar hún er hér.

Annars höfum við Eva verið að æfa á fullu og gengur vel. Ingi Garðar er búinn að skila af sér hluta af verkinu og okkur líst mjög vel á það. Steingrímur Rohloff er hins vegar engu búinn að skila og það er kannski smá áhyggjuefni. Svo er það skólahljómsveit í næstu viku og Berlín eftir það svo við Eva náum lítið að æfa fyrr en rétt dagana fyrir fyrsta gigg. Vonandi reddast það!

Engin ummæli: