fimmtudagur, apríl 28, 2005

Mulholland Drive

Mig hefur aldrei dreymt tónlistarmartröð eins og allir tónlistarmenn fyrir utan núna um daginn. Fyrsta tónlistarmartröðin. Þetta var svo súr draumur og ótrúlegt að mér skuli ekki hafa fundist neitt skrítið við þetta allt saman.

Ég var sem sagt staddur utandyra með bassann minn og boga og átti að fara að spila bassasólóið úr 1.sinfóníu Mahlers 3.kafla...hljómsveitin var einhver rúta sem var svona um 50 metrum frá mér og bílstjórinn virtist gegna hlutverki stjórnandans en hann var samt bara bílstjóri sem gerði ekkert annað en að sitja við stýrið. Pákan byrjaði búmm (d) búmm(a) búmm(d) búmm(a) svo byrjar meistari jakob í moll sólóið en það kom bara enginn tónn. Ég stoppaði hljómsveitina með ópum "stoop!! það er eitthvað að!" og skoðaði bogann minn, hárin voru bara úr harðplasti og gripu ekkert...ég náði í gamla bogann og pákurnar byrjuðu aftur búmm búmm búmm búmm svo setti ég vinstrihöndina á skyrtuna mína og byrjaði að spila (enginn bassi lengur) og þetta varð alveg rosalega falskt þar sem skyrtuhnapparnir þvældust fyrir og ég vissi aldrei hvorum meginn við hvern hnapp nótan væri. Eftir sólóið gékk ég að rútunni og út kom bílstjórinn og sagði "glæsilegt sóló" svo fór hann bara eitthvað í göngutúr eða eitthvað...ég varð öskuillur inní mér og skildi ekkert hvað hann var að segja að þetta hefði verið flott þegar þetta var ömurlegt. Þá ætlaði ég að ganga að honum og segja honum til syndana en vaknaði við það...

Ég sagði sellistanum (Carla) sem spilar Schnittke dúóið með mér frá draumnum og hún sagði mér frá draum þar sem hún var að fara að spila í hljómsveit og þegar hún kom á sviðið var sellóið ekki þar heldur kjúklingur og hún þurfti að spila á hann sem var mjög klístrað og ógeðslegt...hahaha, gaman að svona tónlistarnörda draumum.

Engin ummæli: