miðvikudagur, apríl 20, 2005

Lífræn víma!

Hamingjan er ólýsanleg. Ég er glaður og mun ekki gera neina tilraun til að koma því neitt betur frá mér. Get allavega trúað ykkur fyrir því að ég hef ekki verið svona glaður í einhver ár. Vonandi hlýnar ykkur um hjartarætur af að vita af þessari hamingju minni.

Ef þið viljið komast í vímu prófið þá að búa til safndisk með uppáhalds sinfónísku hægu köflunum ykkar. T.d. úr Mahler 2, 4 og 5, Beethoven 5, 7 og 9, Rachmaninov 2, Bruckner 7, Sálumessa Faure's eða hægu köflunum úr uppáhalds barokk lögunum ykkar en að sjálfsögðu bara ef flutningurinn er í hæsta gæðaflokki eins og t.d. með Andreas Scholl, Emma Kirkby eða Giuliano Carmignola. Þetta er bara hugmyndabanki til að styðjast við...notið ímyndunaraflið!!

Síðan er bara að slökkva ljósin, setja diskinn á og liggja upp í sófa í tótal slökun og ökólógískri vímu!!!

Engin ummæli: