Hér kemur spurning til ykkar og njótið þess að fá að velta þessu fyrir ykkur.
Ef ég myndi fá mér húðflúr sem ætti að gefa skilaboð um að manni sé sama um allt og alla og að maður sé rokkari, hvernig og hvar ætti ætti það að vera?
Svör sem banna mér að fá mér húðflúr eru ekki tekin gild, enda er ég ekkert að fara að fá mér það...strax!!! Hver veit?? Aðalspaugið er að sjá hverju þið stingið upp á, ég er forvitinn. Ég vil ekkert djók...bara hardcore alvöru hugmyndir....látið drauminn ykkar um tattú flakka.
Annars er maður að verða meiri rokkari með hverjum deginum, mér finnst að Ísafold ætti einhvern daginn að spila með mækuð hljóðfæri í risa hljóðkerfi....og rokka feitara en feitt!!! ;-)
Annars er það bara USA á mánudaginn. Best að sjá hvort maður geti ekki hrært upp í liðinu í Seattle með mækaða bassann minn, það hefur væntanlega ekki gerst neitt þar síðan Nirvana...svo kom Kontri :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli