Hildur er farin frá mér, ég er veikur upp í rúmi, er ekki lífið fallegt? Svo fékk ég hljómsveitapartana fyrir óperuna og þeir eru ógeðslega langir og erfiðir, veit ekki hvort ég á eftir að meika þá. Einu góðu fréttirnar eru að ég fékk Jeeves and Wooster þætti sem ég hafði pantað á ebay, ég ætti því að geta stytt mér stundir með þeim í veikindunum.
Það er verst að verða veikur þegar maður er í ástarsorg, þá saknar maður enn meira. En nú ætti ég að geta reynt kenningu mína. Mun ferð á safnið breyta einhverju?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli