Mmmm! Kínamatur, djúpsteiktar rækjur. Er sem sagt að borða. Án erfiðis er engin hamingja. Þetta var ekki í spádómskökunni enda fékk ég enga. En þetta er samt mikill sannleikur, ég hef stundum verið að spá í þetta með hamingjuna og komist að þeirri niðurstöðu að það finnast mörg lög eða margar tegundir af hamingju/gleði og það eru mismunandi atriði sem eru áhrifavaldar. Það finnast í sálarlífinu grunntilfinningar of yfirborðstilfinningar. Mín kenning er að til að lifa fullkomlega hamingjusömu lífi þarf að sinna hvoru tveggja, hins vegar eru það kenningar flestra annara að grunntilfinningarnar séu mikilvægar en hinar á maður að stroka út úr lífi sínu. Þá er mikilvægi þátturinn í kenningunni að yfirborðstilfinningar hafa aldrei áhrif á grunntilfinngar.
Svona flokka ég þetta
--Grunntilfinningar--
Vinir
Fjölskylda
Vinna
--Yfirborðstilfinningar--
Efnishyggja
Tilfinningahræring sem kemur ekki frá vinum, fjölskyldu eða vinnu. T.d. að hlæja yfir gamanmynd
Matargæði, t.d. að borða sig saddan af góðum og fínum mat
Ég tel að ef maður vinnur mikið og af dugnaði án þess að það hafi neikvæð áhrif á vini og fjölskyldu sé vinnan í góðum málum. Mikið af ást í kringum mann er mikilvæg fyrir vellíðan, samt er ég nokkurn veginn á því að það sé mikilvægast að hafa nóg að gera og vera duglegur í því sem maður gerir.
Mér finnst þó líka mikilvægt að njóta lífsins með efnishyggju en það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að grunntilfinningarnar breytast ekki sama hvað maður gerir í efnishyggjuæðinu. Að njóta lista mundi flokkast með efnishyggjunni...ég meina ef manni líður illa því að kærastan fór frá manni þá myndi maður ekki bæta líðanina neitt með því að fara á safn.
Þetta er nú óttarlega grunnt og týpískt sem allir hugsa um en hvað um það....verði mér að góðu! (!ROP!)
Ykkur er velkomið að fílósófera um þetta....verði ykkur að góðu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli