sunnudagur, nóvember 07, 2004

Þreyttur, Sofandi Akur.

Fór í æfingaprufuspil í skólanum í gær og fékk mjög jákvæð komment. Flestir voru jákvæðir en settu út á nokkur smáatriði. Besta kommentið kom frá Sergei (Konsertmeistari Sjálandssinfóníunar), hann sagði að þetta væri ekki nógu og gott til að fá sólóstöðu þótt ég gæti fengið tuttistöðu með þessari frammistöðu. Auðvitað get ég bætt allt saman enda er ég bara nýbyrjaður að taka upp prufuspilsverkin aftur. En það fyndna var að það að ég væri nógu og góður til að fá tutti stöðu var gagnrýni. hehehe, cool gagnrýni.

Spilaði svo Faure Requim í dag, fyrir 3000 d.kr. Æðislegt job! :)

Engin ummæli: