sunnudagur, nóvember 14, 2004

Englaregn á Fjallshlíðinni

Desember er svona:

5. des Messias (Händel)
6. des Prufuspil í Malmö
10 des Tónleikar í Kons. ég spila Koussevitzky konsertinn
12. des Messias
17. des Prufuspil í Árósum

Hvernig lifir maður þetta af?

Annars var ég í 2. æfingaprufuspilinu í kons í dag og fékk aftur mjög jákvæð komment. Það segir mér að ég á kannski sjéns í þessi komandi prufuspil ef ég vinn mjög vel. Það er að vísu erftitt með þessa Messíastónleika + æfingar á sama tíma. En ég er byrjaður undirbúninginn og er bjartsýnn, vonast satt að segja til að vinna í Malmö. Auðvitað er það bjartsýni að segjast ætla að vinna eins og það sé ekkert mál...en ég ætla samt að vinna :)

Nú ætla ég á tónleika með norska súperbandinu Cicada (kammersveit) en þau eru að flytja einungis verk eftir Sörensen þar á meðal bassasólóverk og Weeping white room.

Engin ummæli: