mánudagur, mars 08, 2004

Netla - Upptaka- Ísland

Afhverju eru svona fáir farnir að kalla blogg netlur? Hvaða hræðsla er þetta eiginlega? Já, svarið mér, hvað á þetta að þýða?

Hlustaði á tónleikana mína í dag, þeir voru betri en mig minnti...hjúkket! :)
Það gæti jafnvel farið svo að með smá auka vinnu geti fólk hlustað á mig án þess að verða vart við að þetta sé bassaleikur. Það er nú einmitt málið, ég vil að fólk hlusti á tónlistina en ekki á bassann.

Ég fer til Íslands um páskana, pabbi splæsir. Kem að kvöldi 3.apríls (næ því miður ekki tónleikunum hans Hávarðar) og fer aftur 11. Nonni bróðir fermist nefninlega þann 4. og því næg ástæða til að koma. Heiðar bróðiir verður líka 20.ára 1.apríl. Ansi margt sem gerist á þessum dögum. Mikið þykir mér annars leiðinlegt að ná ekki tónleikunum hans Háva, hann ætlar að spila fullt að ný samdri tónlist og líka Gubaidulinu sónötuna. Það væri gaman að heyra hans meðhöndun á henni Sofíu minni.

Engin ummæli: