Jamms og jæja. Þá er komin ný vika, í dag ætla ég að fara á bókasafnið í skólanum og hlusta á upptöku af tónleikunum mínum. Það er alltaf mjög ógnvekjandi því þá heyrir maður allt, á sviðinu gleymir maður ýmsum mistökum eða illa heppnuðum frösum í hita leiksins.
Ég hef hlustað ansi mikið á kontrabassa-sónötu númer 2 eftir Adolfs Miseks þessa dagana og verð að segja að þetta er verk sem jafnast á við Cesar Frank fiðlu sónötuna. Ofur rómantísk og vel samin. Ég ætla að spila hana sem fyrst.
Bond er búinn að vera meira og minna í DVD spilaranum þessa dagana. Alger snild, alltaf gaman að Bond. Það skemmtilega við Sean Connery og Roger Moore er að þeir léku Bond eins og hann var í bókunum. Harður nagli sem var sama um allt og alla, var stöðugt með hausverk og vildi alltaf gera það sem mátti ekki. Connery er sérstaklega áberandi karlremba og er alveg sama þótt Bond gellan drepist. Roger Moore var aðeins meiri brandarakarl og örlítið mýkri týpa en samt. Eftir Moore þá urðu myndirnar of móralískar, meira segja M er kona, það gengur ekki.
Hver er þinn uppáhalds Bond?
Minn er Moore því hann er hinn gullni millivegur og myndirnar voru skemmtilga gerðar á því tímabili sem hann var mr.Bond....James Bond.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli