Þá er ég kominn heim úr ævintýralegri ferð frá Frakklandi. Hér hefst sagan...
...með millilendingu í Brussel þurfti ég að hanga á flugvellinum í 5 tíma...hrot hrot hrot....fréttamenn á News Café héldu mér þó vakandi með eldheitum fréttum frá hryðjuverkunum í Madrid.
Þegar ég kom svo á flugvöllinn í Genf tók á móti mér kona bogasmiðsins. Hún talar næstum enga ensku en ótrúlega vingjarnleg og á leiðinni til þorpsins Passy í Frakklandi (60 mín. akstur) reyndi hún að blanda saman enskum orðum við frönskuna sína og ótrúlegt en satt, við gátum spjallað þó nokkuð á táknmáli sem á frensku.
Þau bogahjón Jacques og Monique Poullot búa við hlið hins fagra fjalls, Mont Blanc í fagurgrænni fjallahlíð fyrir ofan aðal þorpið Passy. Þessi staðsetning er satt að segja algjör draumur. Þau eiga tvo syni, tvo BMW bifreiðar, hund og kött, og fallegt hús sem en á eftir að klára að byggja. Það sem er eftir er sundlaugin.
Ég kom föstudagskvöldið og við settumst beint að kvöldverðarborðinu þar sem mér var færð þríréttuð máltíð. Ítölsk skinka með salati + Ofnréttur, kartöflu og kjöt sem ég veit ekki hvað var + einhver eftirréttur. Ég fékk alla ferðina svo mikið af mat að ég er farinn að gleyma hvað ég fékk. Alltaf þrírétta. Ég smakkaði t.d. kanínu sem var mjög ljúffeng.
Ég lærði á laugardeginum að hádegismaturinn er aðal máltíð dagsins. Eftir að hafa hakkað í mig ljúffenga eggjaböku (hélt að það væri hádegismaturinn) svoleiðis að ég var orðinn saddur var borinn á borð dýrindis kjúklingaréttur. Eftir kjúklinginn voru svo ostar og rauðvín og þar á eftir frómas. Ég varð sem sagt saddur.
Eftir matinn var farið í göngutúr með hundinn í þessu líka ótrúlega fallega umhverfi sem endurnærði mann algerlega.
Laugardagurinn fór svo í að smíða bogann. Það var ótrúlega fróðlegt og skemmtilegt að horfa á bogann verða til. Allt er gert í höndum hjá honum og meira segja hárin sem hann notar eru líffræn og handþvegin.
Um kvöldið var svo hægt að prófa bogann og mér leist nú ekki alveg á hann en eftir að hr.Poullot tók til við að hefla meira og pússa gjörbreyttist boginn í draumabogann minn. Þá pússaði hann bogann meira til á sunnudeginum og eftir það var tónninn fullkominn. Þyngd og balance er eins og best gerist enda er boginn gerður eftir góðu módeli. Það er þó hægt að laga það til eftir því hvað ég vil. Eins og er vil ég hafa hann óbreyttann en ég get alltaf sent bogann til hans aftur og beðið um eitthvað sérstakt.
Þetta kvöld endaði svo í þorpsveislu. Það var veisla í þorpinu til að safna peningum fyrir grunnskólann. Þar var borðað og lifandi tónlist og tombóla....fyrsti sem var dreginn var ég. Ég vissi ekki hvort ég hefði unnið eina vinninginn eða hvort það væru fleiri. Þannig að ég var stressaður fyrir að fara upp á svið að taka á móti vinningnum...þess gerðist þó ekki þörf því á leið minni að sviðinu kom lítill strákur hlaupandi til mín með vinninginn. Ég vann ábreiðu sem ég gaf hjónunum. Ég hafði ekkert með aukafarangur að gera. Þetta var einn af fjölmörgum vinningum þannig að ég var ekkert sérstakur.
fin part 1
Engin ummæli:
Skrifa ummæli