þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Heimur hinnar lifandi netlu

Já! Seinasta netla var svo sannarlega lifandi, ég setti sál mína á netið. En ég þurfti á því að halda að fara til sálfræðings en hugsaði með mér að það væri mun ódýrara að skrifa það bara hér.

Þegar ég hugsa um málin í réttu ljósi þá sé ég að ég er á réttri leið. Ég er hálfnaður með námið og ég hugsa að ef ég leysi nokkur vandamál fyrir lok þessarar annar þá verð ég komin jafn langt og ég er að stefna. Nú er ég á 3. ári en þau eru 5 þannig að þá á ég tvö eftir.

Stundum skrifa ég leiðinlegar netlur og það er út af því að stundum þarf ég að koma leiðinlegum hlutum eða þurrum frá mér. Þá getur verið gott að skrifa þá hér. Ég biðst afsökunar á því.

Það eru tvö próf eftir hjá mér...

... kammerpróf og hljómsveitarspil í lok fjórða árs. Þegar að því kemur þarf ég að vera búinn að ná ótrúlega góðum tökum á spiccatói og vinstri handar nákvæmni (rytmísk). Annars getur maður ekki spilað Mozart partana eða suma Beethoven parta. Það eina sem er erfitt við svona áþreifanleg markmið er að ef maður verður ekki búinn að ná þeim þá verður maður svo ótrúlega pirraður á sjálfum sér. Markmið eru samt svo mikilvæg til að setja sér einhverja ramma á þessu annars abstrakt fagi.

...lokapróf (tónleikar í lok 5.árs) þar sem maður spilar c.a. 45-60 mín. en þarf að undirbúa lengra prógram (man ekki hve langt). Hef engar áhyggjur af því, ég verð kominn þangað sem ég vil þegar að því kemur.

Það sem ég er að berjast við núna er tvennt. Annars vegar eru það bogaskipti, að geta skipt um bogastrok án þess að það heyrist, ef maður getur það hefur maður góða stjórn á boganum og á auðveldara með að frasera vel. Hins vegar er það svo að gleyma sér í músíkinni, stað og stund. Það kom í Hindemith en það er miserfitt eftir verkum, þau eiga misvel við mann.

Best að drífa sig niður í skóla og byrja að vinna í þessu!

Engin ummæli: