þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Nú er komið að mér að segja spennandi sögur úr lífi mínu. En er líf mitt svo spennandi að ég geti skemmt öðrum með slíkum sögum? Það er stóra spurningin.

Annars var ég að kíkja á það sem Ameríkanar skrifa í blogg og það er allt um hvernær þeir skrifuðu seinast og eitthvað álíka leiðinlegt, eins og ég vilji vita það. Að vísu vil ég ekki vita neitt um þá, þurfti bara að vera viss um að bloggið mitt yrði ekki heimsins leiðinlegasta. Ég er viss í minni sök núna.

Annars sá ég í blaðinu (URBAN) að það er búið að dæma leyniskyttuna, hann fékk DAUÐAREFSINGU. Í fyrsta sinn er ég hlyntur dauðarefsingu.

Annars mætti ég kl.07:30 í skólann í morgunn og er að stefna á að mæta alltaf kl.07:00. Ég er líka að reyna að gíra mig niður í nammiáti. Nú má ég borða nammi annann hvern dag, já! það heitir að gíra sig niður hjá mér. En ég veit ekkert eins gott og að mæta svona snemma í skólann. Það heyrist ekki píp fyrsta klukkutímann nema bassadrunurnar í mér og það er svo yndislegt. Ró og næði.

Jæja, nú er spennandi að sjá hvort þessi ritgerð komi fram í annars þessu fyrsta unofficial sem official bloggi mínu.

Engin ummæli: