föstudagur, janúar 09, 2009

Mama's Stolz

Ég er á lífi þrátt fyrir smá bloggleysi. Er í stúdíói alla daga að taka upp Bach með Elfu og Kaleidoskop. Lentum í smá leiðindum fyrsta daginn því einhverjar vinnuvélar fyrir utan stúdíóið tóku frá okkur tíma með hávaða, en þetta mun nú samt nást og ég er viss um að útkoman verður flott. Það er samt alltaf mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvernig endaútkoman verður.

Á morgun höldum við Elfa svo partý sem inniheldur fernt.
1.klára upptökur partý
2.innflutnings partýið mitt
3.afmælispartý fyrir Elfu
4.opinberun hinnar fyrstu alvöru útgáfu á "Wie Geil ist das denn" laginu sem fer beint á myspace síðuna www.myspace.com/mamasstolz

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tilefnið - eða tilefnin - virðast ærin til partýláta. Kæri frændi, vonandi fer vel um þig í Berlín og vonandi var svínslegt fjör í partýinu!
Kristín Björg

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Blessuð

Partýið var succsess og hér er mjög gott að búa. :) Svo mér líður bara stórvel hérna.