Það er eitthvað við Berlín sem er erfitt að koma orðum að. Borgin hefur einhverja orku sem ég get þrifist á, og þá er ég ekki að tala um bjórinn :) Mér líður allavega mjög vel að vera í Berlín, er að vísu að fara að skreppa til Hamburgar á eftir, KNM tónleikar númer 2 eru í Hamburg í kvöld.
Ég missti af Berlínarbjörnunum síðasta laugardag en það eru íslendingar sem spila fótbolta einu sinni í viku. Maður er ekki kominn inn í Berlínar rythman svo ég steingleymdi mér...fótbolti einu sinni í viku er náttúrulega ómetanleg sáluhjálp, ekki svo að skilja að sálinni minni líði illa en boltinn hressir, bætir og kætir.
Guðný Þóra bauð svo í sunnudagsveislu í gær...hvílíkar veitingar!!! ég þarf ekki að borða neitt út vikuna held ég. Mér sýnist á öllu að tónlistarklíka Íslands í Berlín muni verða dugleg að hittast og borða saman, spila saman og drekka saman. Ekki er það slæmt. Stofutónlist er og verður tískubylgja í kreppunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli