fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Sönderborg

Eins og dyggir lesendur mínir vita þá var möguleiki á að ég fengi eina viku með Odense hljómsveitinni en það varð ekki, hins vegar hringdu þeir frá Sönderborg og báðu mig að koma.

Prógrammið er ekki af verri endanum,
Don Juan, R.Strauss
Sinfónía no.2 eftir Brahms
Básúnukonsert sem hljómar eins og hollýwúd tónlist.

Ég fekk sem sagt hringingu á sunnudegi (var í Berlín) og náði að vera kominn daginn eftir kl.09:45 (korteri fyrir æfingu) og var þá búinn að vera í lestum frá kl.5 um morguninn. Ég mæti svo á æfinguna á mínútunni, með tómann maga og dauðþreyttur, fæ þeir upplýsingar að ég eigi að leiða grúppuna...þar að auki verða fyrri tónleikarnir teknir upp. Don Juan er ekki beint lestrar materíal.

En þetta hefur gengið mjög vel og grúppan er farin að sounda miklu betur en áður svo ég er frekar stoltur af þessu.

Jákvæði punkturinn í þessu er líka sá að ég fæ betur borgað sem leiðari og extra borgað þar sem þetta verður tekið upp...massa gigg!!

Engin ummæli: