mánudagur, nóvember 24, 2008

Brotist út úr egginu eina ferðina enn.

Nú hefst nýja lífið! Á föstudaginn var keyrt til Lübeck og allt draslið sem fylgir mér flutt til Berlínar. Þetta tók furðustuttan tíma en við fengum aðstoð í Lübeck og í Berlín, gott að eiga góða vini. Ég ætla nú ekkert að taka allt upp úr kössunum þar sem ég veit ekki alveg hve lengi ég verð í Berlín en allavega fram að apríl mundi ég segja, fer allt eftir hvað verður um starfið í Sonderjyllands symfoni.

Guðný Þóra og Jochen gengu í það formlega á laugardaginn, heitir það nokkuð að ganga í það heilaga ef það var ekki kirkju/trúarleg athöfn? Brúðkaupsveislan var hin frábærasta skemmtun og var leikið á hljóðfæri fólki til mikillar skemmtunar. Nóg var af tónlistarfólki á svæðinu, ég var með bassann með þar sem við höfðum lofað að spila vals fyrir brúðhjónin en það endaði sem sagt í svaka djammi.

Sunnudagurinn var svo frekar þunnur og lítið gert annað en að horfa á DVD.

Á morgun er svo fyrsta æfing með KNM þar sem við munum m.a. spila verk fyrir 8 bassa, slagverk og píanó...massívt!

Engin ummæli: