Það er útlit fyrir að ég verði eitthvað meira á Íslandi í haust en venjulega þar sem Guðný ætlar að taka að sér sinfó gigg í sirka 3 mánuði og ég er að fara að spila á Íslandi í október með aðeins eitt gigg í útlandinu í september. Þetta er ágætt þar sem ég er að vinna að nokkrum verkefnum fyrir Ísafold og get þá kannski betur einbeitt mér að þeim og mætt á fleiri æfingar með Hljómeyki fyrir októbergiggið.
Árið 2009 er hins vegar að verða frekar bókað af Kaleidoskop giggum, ég fékk tölvupóst frá Michael (skipuleggjaranum) þar sem fram kom hvað við munum gera á næsta ári, aldrei hef ég fengið svo mörg gigg í einu e-maili :-) Ef allt fer vel þá fer ég að leita mér að íbúð í Berlín á næsta ári.
Ég hef verið að reyna að púsla saman plakkati fyrir Ísafold í ágúst, skelli því hér inn bráðlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli