Ég er að velta fyrir mér hvaða verk ég gæti sett saman í áhugavert sóló prógram. Nú er ég auðvitað að koma mér upp sólóreppi fyrir bassa og electrónic en mig langar að hafa prógram í puttunum sem er án allrar tækni og tækja. Æskilegt væri að hafa prógrammið svona 60 mínútur.
J.S.Bach
Svíta fyrir selló no.4 es-dúr (ca.18-20 mín)
Henze
Serenade (líka upprunanlega fyrir selló)(ca.12-14 mín)
svo dettur mér í hug að hafa
Tabakov
Motivy (stutt stykki, mjög rokkað, byggt á þjóðlagastefi ca.3 mín)
Berio
Psy (líka 3 mínútna mjög kúl rokkað stykki)
Mig vantar eitthvað meira hefðbundið í þetta svo Bach sé ekki einn og yfirgefinn.
En sem sagt, það sem ég sagt vildi hafa, Danni er með heimasíðu.
www.danielbjarnason.com
Engin ummæli:
Skrifa ummæli