miðvikudagur, apríl 16, 2008

Wie geil ist das denn!

Þrátt fyrir mikla leti eftir að ég kom frá Berlín hef ég áorkað ýmsu, ég er náttúrulega búinn að vera að ferðast síðan í byrjun febrúar svo það er kannski eðlilegt að nú sé leti og spennufalls-tími.

Í Berlín byrjaði nýtt trend. Það er að vísu mjög kúl að segja "wie geil ist das denn" sem þýðir "hve kúl er það þá" en "geil" þýðir samt upprunanlega "graður" svo þetta er alveg extra töff. Nú er Kontri og fiðlarinn Paul að búa til electro lag með þessu sem texta ásamt slagorðinu "Reykjavík". Mjög töff, hlakka mikið til þegar lagið verður tilbúið og við getum gert myndband og hent þessu inn á youtube, þá fara diskótekin að hringja.

Það er eins og að þessa dagana hafi ég mikla þörf fyrir að skapa en nenni ekkert sérstaklega mikið að spila á bassann. Svo langar mig rosalega mikið að fara aftur til mið-austurlanda, væri mikið til í að flakka um þessi lönd með myndatökumanni og gera heimildamynd um staðina. RUV! hringið í mig og ráðið mig í vinnu.

Engin ummæli: