þriðjudagur, janúar 22, 2008

Hagfræði

Ég var búinn að skrifa langa grein um ástandið á fjármálamarkaðnum í dag en sleppti að birta hana því ég vil ekki vera besservisser, það er nóg af þeim fyrir.

En niðurstaðan mín var þessi:

Kreppan er raunveruleg, hún verður veruleiki fyrir marga á árinu.

Íslenska krónan mun lækka í verði og það mun ekki skána fyrr en global warming vandinn leysist, eða von um að hann leysist kemur í ljós, eða þar til fjárfestar hafa tapað öllum erlendum eignum.

Fjárfestingafyrirtæki á íslandi sem hafa fjárfest í erlendum stórfyrirtækjum fara á hausinn.

Möguleiki á að bankar fari á hausinn eða komist að minnsta kosti mjög nálægt því, sparnaður fólks verður í hættu.

Einu fyrirtækin sem gætu haldið velli eru olíufyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtæki og fyrirtæki sem framleiða vörur sem geta á náttúruvænan hátt komið í stað annarra vara sem eru skaðlegar náttúrunni.

Ég er náttúrulega enginn hagfræðingur, en þetta er bara mín spá.

Engin ummæli: