fimmtudagur, janúar 17, 2008

Frústrasjón

Í dag hef ég ekki verið sérlega ánægður með eigin spilamennsku og eiginlega ekki getað einbeitt mér að æfingum þess vegna. Þegar manni líður svona frekar illa yfir sjálfum sér tekur maður eftir ýmsu, t.d. að allir eru einir í heiminum og að enginn getur hjálpað manni nema maður sjálfur. Það er auðvitað bara eitt ráð við þessu, ég fer í ræktina í kvöld og eftir hana opna ég rauðvín, ber fram osta og pulsu með þessu og býð kærustunni minni upp á rómantískt kvöld heima í stofu. Ætli morgundagurinn verði ekki betri...trúi ekki öðru.

Annað í hinum stórkostlega heimi mínum (hvernig nennirðu ennþá að lesa þetta?) er sú frétt að ég hlustaði á sólódisk Klaus Stoll (1.sóló bassi í Berlínar Philharmonie) sem ég hef ekki hlustað á lengi og komst að því að soundið hans og mitt er eins...ótrúlegt hvað áhugi minn á Bella fíl er farinn að koma sterkt fram í spilamennskunni. Hann spilar að vísu með frekar óþægilegu víbratói að mínu mati en bogasoundið er eins. Geil!

Engin ummæli: