mánudagur, september 24, 2007

Sønderjyllands Symfoni Orkester

Tónleikarnir í Dusseldorf og Monchengladbach voru vel lukkadir og nú er ég mættur til Sønderborg til ad æfa med hljómsveitinni, Rigoletto eftir Verdi. Ferdalagid hingad (í gær) tók meira og minna allan daginn og var frekar threytandi. Ég vaknadi kl.7 til ad drífa mig til Dusseldorf frá Monchengladbach (med lest) og spiladi sem sagt tónleika thar í hádeginu, tók lest kl.14 frá Dusseldorf. Kl.19 var ég kominn til Lubeck og hafdi rétt svo tíma til ad skipta út óhreinum føtum fyrir hrein og skila bassanum af mér (ég spila á bassa sem hljómsveitin á hér í Sønderborg). Kl.20 fór svo lest til Kiel, en thar skipti ég um lest til Flensburgar, thangad var ég kominn kl.23 og thar sótti Kjartan bródir Erlu (mamma Gudnýjar) mig og keyrdi mig til Sønderborg en hann býr thar og er svo elskulegur ad leyfa mér ad gista hjá sér. Thetta var ógedslega langur og erfidur dagur. Ég var svo seinn ad ná lestinni til Kiel ad ég vissi ekkert hvar ég átti ad skipta um lest svo ég thurfti ad hringja í Gudnýju og bidja hana ad finna ferdaplanid á netinu og segja mér hvert ég var ad fara. En ég mæli sem sagt ekki med ad eyda heilum degi í lestum med thungar tøskur og kontrabassa. Æfingin í dag gékk ágætlega en ég thurfti audvitad ad lesa thetta af bladi svo ég æfdi mig vel eftir æfinguna í dag og ætla ad gera thad aftur eftir æfinguna á morgun. Hljómsveitin er betri en ég hélt og hér er mikill uppgangur, nýtt tónleikahús og vinsældir hljómsveitarinnar hafa aukist talsvert. Bassarnir eru vinalegir og ekkert drama í grúpunni. 7 9 13!

Ég hef enn ekkert heyrt frá tryggingafélaginu mínu en their hljóta ad senda mér póst í vikunni.

Engin ummæli: