Ég hef ekki nennt að blogga meðan ég var í Hollandi en við spiluðum rosalega vel í kepninni en frekar slöpp verk (fyrir keppni) sem voru valin, sem sagt í fyrstu umferð er valið úr prógramminu hvað við spilum og þetta voru bara hreinlega ekki góð keppnisverk. Við fórum því ekki áfram, sýnist á öllu að dómnefndin hafi verið að leita að virtúós með sjóvoff atriði.
Ég skemmti mér nú samt konunglega, gisti hjá Huga og við brölluðum ýmislegt okkur til skemmtunar og svo hitti ég Ingó og Melkorku í keppninni en Ingó bauð mér í mat. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kem til Hollands og mér fannst Amsterdam geðveikt heillandi borg og Haag kom mér líka á óvart, hélt að Haag væri mjög grá borg á að líta en það er hún ekki. Þar er líka strönd og í hitanum seinasta sunnudag sátum við Hugi úti á bar við ströndina með gourmet hveitibjór og Kúbverska tónlist í loftinu, ég var ekki viss hvort eg væri í alvöru enn í Hollandi.
Á eftir kemur svo Guðný heim og næstu tvær vikur fáum við að vera á sama stað á sama tíma, lúxus!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli