mánudagur, mars 19, 2007

Smáralind

Jú jú, fólk verður víst að fara varlega þegar það skrifar netlur. Alltaf þegar ég byrja að skrifa einhverja umhverfis/pólítíska netlu þá endar það yfirleitt með því að hún verður að saklausu hjali eða ekki birt. Ég nenni ekki að rífast við fólk og eignast óvini vegna skoðanna minna. Það er allavega ein leið að horfa á þetta, sumum finnst það eflaust tepruskapur að skrifa ekki bara nákvæmlega það sem manni finnst.
Ég gagnrýndi einu sinni á blogginu mínu að umhverfismálin væri sögð tískubylgja, þar sem mér finnst fólk hafa þessar skoðanir því það vill lifa af en ekki til að vera kúl. Þetta er því ekki tískubylgja heldur vilji fólks til að lifa af komandi harðyndi. En kannski fór ég með vitlaust mál, það eru alls ekki allir að hugsa eins og ég, margir hafa því miður einhliða skoðanir náttúrunni í hag og það er aldrei gott að hafa einhliða skoðun, það kostar tap í rökræðum, peningamönnum í hag.
En samt er þessi "tískubylgja" gott mál því við þurfum breytingar....og bráðum koma
kosningar.

Engin ummæli: