mánudagur, desember 18, 2006

Snákur í salnum

Hvernig spilar maður eiginlega á tónleikum þegar Simon Rattle er að hlusta. Sonur hans var nefninlega að spila með Kaleidoskop og Sir-inn kom að hlusta. Ég var að spila í einu svoldið spes trió stykki og bassinn fór að renna til á gólfinu :S En ég hélt nú alveg kúlinu þótt þetta hafi skemmt fyrir tónlistinni að sjálfsögðu. Annars gekk þetta í heildina mjög vel og var rosalega skemmtilegt. Ég á samt erfitt með að ná því að snákurinn hafi verið að hlusta...greinilegt að allt getur gerst í Berlín. Ætli Abbado mæti á næstu tónleika?

Engin ummæli: