miðvikudagur, júní 14, 2006

Pakkað og flutt

Er að pakka til að flytja til Berlínar. Það er mikil vinna...hef ekki meira um það að segja.

Er búinn að kynnast í gegnum e-mail tveimur piltum frá Berlín, annar sem sér um kammersveitina kaleidoskop og það lítur allt út fyrir að ég muni spila með í næsta verkefni hjá þeim sem verður í október. Þau eru með sirka 4 verkefni á ári eins og er og er ekki ósvipað konsept kammersveitarinnar Ísafold(ar). (finnst alltaf asnalegt að beygja hljómsveitanöfn)

Síðan er einn annar sem sér um lítið tónleikahúsnæði, 90 fermetra rými með stólum og flygli. Það eru þó nokrir saman um að leigja þetta en ég ætla að taka þátt í því. Þeir eru með eigið ensamble, og þeim finnst mjög spennandi að fá svona international músíkant í hópinn :) Þarna verður hægt að gera ýmislegt og er ég strax farinn að dreyma um það hvernig ég nýti mér þetta. T.d. langar mig að fá bogasmiðinn Jacques Poullot til að koma og kynna bogana sína þarna, sjálfum langar mig að halda tónleika þarna, spurning um að fá einn úr Berlínar Fílharmoníunni til að vera með prívat masterklass fyrir nemendur frá Köben (og kennarann minn). Kennarinn minn hefur lengi talað um að það væri gaman að fara með okkur til Berlínar en ekki haft tíma til að skipuleggja, með mig í Berlín gæti ég séð um það. Það er líka mikilvægt að missa ekki sambandið við alla þá góðu vini sem ég hef eignast í Köben.

Eitt af því frábæra við þetta allt saman er að þeir sem sjá um húsnæðið eru mikið í sambandi við nemendur UDK því þetta er víst að verða nokkuð vinsæll staður til tónleikahalds, og þeir sem eru í Kaleidoskop eru krakkar sem eru að byggja upp sinn feril. Ég kemst því í góða klíku og mun kynnast fullt af fólki mjög hratt. Þýska!!!Hjálp...sem betur fer kunna flestir í tónlistarbransanum ágætis ensku en ég verð að læra þessa þýsku...hratt.

Allavega, spennandi tímar framundan.

Engin ummæli: