þriðjudagur, júní 20, 2006

Forstjórinn

Þessa dagana eru djobb tilboðunum að rigna yfir mann. Því miður taka þau ekki tillit til hvors annars eða þess að ég sé að flytja til Berlínar. Sinfónían í Álaborg vildi fá mig í vinnu í minnst mánuð helst 3 til að ég myndi nýtast þeim sem best og Radioens underholdings orkester vill mig í ballett sýningar sem er dreifðar um árið, svo er spurning hvað maður gerir við íslensku óperuna.

Ég sagði bara nei við Álaborg því ég get ekki verið að lifa tvöföldu lífi. Nenni ekki að búa í Álaborg og borga húsleigu þar þegar ég vil vera í Berlín og borga húsaleigu þar líka. Sagði já við RUO enda er auðveldara að skreppa af og til til Köben. RUO skerst á við ÍÓ þannig að ég verð að athuga það mál. Planið er nefninlega að spila á Myrkum Músíkdögum svo það væri ágætt að spila svoldið með í ÍÓ til að fá meiri pening út úr ferðinni.

En það sem það er erfitt að taka ákvarðanir þegar manni býðst svona fín djobb.

En það er ekki fyrir ekki neitt að ég er kallaður "forstjórinn" hér í Kaupmannahöfn.

Engin ummæli: