miðvikudagur, maí 10, 2006

Slide Show plön

Sendiráðið í Berlín samþykkti að styrkja The Slide Show Secret um ferðakostnað til að við getum tekið þátt í festivali í Berlín í byrjun september. Einnig fengum við fínt gigg í Dusseldorf í nóvember og erum svo að spila á tónleikaröð í Berlín í desember. Svo eru víst einhver tónskáld búin að taka sig saman í Köln sem ætla að standa fyrir einhverju aktivíteti en það lítur út fyrir að ðe slæd sjóv síkret sé að fara að spila með blokkflautuleikara verk eftir þessi tónskáld...hmmm blokkflauta!! Maður spyr sig!

Engin ummæli: