fimmtudagur, maí 18, 2006

Diplom

Á morgunn, föstudag, fæ ég að vita hvað ég á að spila á prófinu mínu sem verður föstudaginn 26.maí kl.20:25 í konsertsal DKDM. Ég hef seinustu daga verið svoldið kvíðinn satt að segja en nú er þessi kvíði farinn að breytast í tilhlökkun. Ég held að þetta sé svo bara spurning um að toppa sig næstu viku. Það er rosalega erfitt að einbeita sér að 70 mínútna prógrammi þegar maður á bara að spila 40-45 mínútur af því. Á morgunn verður hins vegar einbeitingin sett í topp, það verður góð tilfinning að geta lagt 30 mínútur af músík í burtu.

Engin ummæli: