föstudagur, apríl 21, 2006

Æfingastundir

Það er nú bara þannig að þegar ég hef æft mig 4 tíma á dag þá er bakið mitt rosalega þreytt. Mig langar að æfa mig lágmark 6 tíma á dag því ég er að spila svo stór verk á prófinu mínu og 4-5 tímar eru bara ekki að duga, en líkaminn bara vill það ekki og þegar ég er svona þreyttur þá fer líka einbeitingin. Einhver góð æfingaráð? Athuga, ég verð líka að fá time off frá bassanum á hverjum degi, hafið það hugfast í ráðgjöfum ykkar!

Takk, Kontri Kontrason

Engin ummæli: