þriðjudagur, mars 07, 2006

Flensa

Búinn að vera hálfslappur seinustu daga, einhver flensa en fæ samt ekki hita. Ákvað því að vera veikur í dag og fá frí frá stressinu. Sjá hvort maður verði hressari á morgunn. Enda nenni ég ekki að vera veikur í USA. Brottför á fimmtudaginn. Þetta þýðir samt að ég missti af því að spila á skólatónleikum í dag en það verður að hafa það.

Var samt duglegur að hringja í SAS og tilkynna að ég komi með kontrabassa í flugið og í Sjóva til að kaupa ferðatryggingu. Það borgar sig víst þegar kemur að bandarísku heilbrigðiskerfi að vera tryggður, ekki lágar upphæðir sem um ræðir þar. Vona samt að það þurfi ekki að nota þá trygginga, að sjálfsögðu.

Engin ummæli: