þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Að vera...

í Ísafold er erfitt. Afhverju, spyr kannski einhver!? Jú, af því að það er svo fjandi góð sveit, þá er ég ekki endilega að tala um tæknilega getu heldur viðhorfið. Það breytir öllu! En afhverju finnst mér það erfitt? Af því að allt annað verður svo leiðinlegt í samanburðinum. Núna er hljómsveitavika í skólanum og það eru allir að leka niður af stólunum sínum, þeim leiðist svo og metnaðarleysið skín úr augum allra. Meira segja ég verð þreyttur um leið og ég kem inn í æfingahúsið. Ótrúlega smitandi viðhorf. Ömurlegt!

Lengi lifi Ísafold...húrra húrra húrra!!!!

Stafarugl þessa bloggs var zxcve

Engin ummæli: