Í ýmsum umræðum er ég oft misskilinn. Þ.e.a.s. fólk verður mjög æst og berst harkalega á móti mér eins og ég haldi eingöngu með þeirri hlið sem ég tala fyrir, ég held að sumir nánast hati mig stundum. Ég er nenfninlega báráttumaður fyrir hinni hliðinni. Það þýðir að ef einhver heldur einhverju fram án þess að velta fyrir sér að kannski sé önnur hlið á málinu þá tek ég upp hanskann fyrir þeirri hlið. Þá verður allt vitlaust. Ég fann texta á öðru bloggi sem ég leyfi mér að birta hér því þetta er bara of góður texti.
Það sem fólki í hugaræsingi finnst gott að heyra er aldrei það sem það hefur gott af því að heyra. Æst fólk vill heyra æsing sinn réttlættan og bakkaðan upp, ekki vera beðið um að ígrunda afstöðu sína vel og vandlega og skoða málið frá öllum hliðum. Því finnst gott að heyra afdráttarlaust tekið undir með einstrengingslegri afstöðu sinni og finnst vænt um þá sem það gera, en vont að heyra einhvern véfengja að málið sé svona einfalt og er illa við þá sem neita að gerast meðvirkir. Það þarf hugrekki til að segja æstum múgi eitthvað sem hann vill ekki heyra og vera reiðubúinn til að taka afleiðingum þess. Versta gunga treystir sér aftur á móti til að segja honum að hann hafi rétt fyrir sér, því hún veit fyrirfram að þannig uppsker hún aðeins vinsældir.
Textinn er tekinn héðan
Engin ummæli:
Skrifa ummæli