Guðjón kemur í heimsókn á fimmtudaginn og fer á sunnudaginn. Læt hann taka íslenskt brennivín með sem ég ætla að gefa kammergrúppunni og kennurunum mínum eftir prófið á föstudaginn. Dettur síðan ekki í hug að drekka það sjálfur, fæ mér bara bjór um kvöldið. Og þó! Ef mér verður boðið þá verð ég að vera sannur víkingur og segja að ég hafi alltaf drukkið þennann drykk eins og mjólk frá blautu barnsbeini. :) Við Íslendingar erum alltaf að þykjast drekka svo mikið brennivín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli