Föstudagskvöldið fór í drykkju heima hjá Hönnu og Huga. Svafa var þar líka og þetta var mjög kósý. Einu sinni rifumst við Hugi alltaf um ágæti nútímatónlistar þegar ákveðið magn af bjór var komið í mallann. Nú er það breytt, við erum sammála um ágæti þeirrar tónlistar en rífumst um rokk, ég er svo mikill glysrokkari, Hugi fílar rokk, bara alls ekki glysið. Þrætað var um hvort gítarsóló eigi rétt á sér eða ekki, ætli við höfum ekki þrætað í góðan klukkutíma um það mál. hahaha, hvað er eiginlega hægt að eyða mikilli orku í heimskulega hluti.
Minnir á þrætið um ágæti þverflautunnar sem sólóhljóðfæri við Jóa og Helgu Þóru!!!
Afhverju er ég alltaf að þræta?!?!?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli