Kammermúsíktónleikar yfirstaðnir...spilaði 1.kafla úr Brahms tríói fyrir klarinett-selló (ég) og píanó og svo passakallíu úr tríói eftir Ravel fyrir fiðlu-selló og píanó, hér spilað á klarinett, bassa og píanó. Þetta gékk svona upp og ofan, ekki alslæmt en margt sem fór úrskeiðis, meðal annars einn hápunktur í Brahms þar sem ég var með línuna og bara datt út úr henni og línan fór í köku. Klarinettuleikarinn drakk sig fullann eftir þetta því honum fannst þetta hafa gengið svo illa. Ég hitti hann í dag og hann sagðist hafa farið á bókasafnið að hlusta á upptökuna frá tónleikunum og þetta var víst furðu gott, svo gott að hann ætlar að nota upptökuna fyrir umsókn í einhvern kammermúsík kúrs eða námskeið. Ég trúi nú engu fyrr en ég hef heyrt þetta sjálfur.
Á föstudaginn er svo Kapel prufuspil og Guð forði mér frá velgengni þar, ef ég kemst áfram í 3.umferð verður katastrófa, ég kann ekki þessa parta, það er bara búið að vera allt of mikið að gera.
Kennslan í dag var ömurleg, aumingja nemendurnir, stúlkan lét sig hafa það að ég lét hana spila drullu leiðinlega hluti og stráksi lá á bassanum sínum og sí endurtók, jeg kan ikke, gider ikke o.s.videre. Haukur frá Grænadal er búinn að segja mér að nemandinn sé á mína ábyrgð en ekki hans eigin en ég er alveg að gefast upp. Ég býð honum að koma með eigin tónlist (leiðinlega popp tónlist) í tíma og við gætum pickað það upp en hann hefur ekki einu sinni orku í að bera einn helvítis geisladisk með í skólann...hjálp!!! Hvað gerir maður með svona letidýr?
Allir eru þreyttir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli