föstudagur, janúar 21, 2005

Tengdur við umheiminn

Yes! Ég náði að tengja þetta drasl með hjálp Kristins. Kristinn er rafvirki og maðurinn hennar Diljár (söngkonu) Sigursveinsdóttur. Hann leiðbeindi mér með þetta í gegnum síma og það gekk eins og í lygasögu, gott á okurbúlluna.

General prufa á eftir í skólahljómsveitinni, við erum að spila brot úr Don Giovanni e.Mozart og Faust e.Gunoud (hmm, þetta Gunoud lítur vitlaust út en ég skrifa það samt). Söngvararnir eru mjög góður og þetta verða skemmtilegir tónleikar á morgunn og hinn. Giordano Bellincampi stjórnar og hann er sko álvöru músíkant sem grefur djúpt í allt. Inspírandi stjórnandi! Það er ótrúlegt hvað stjórnandi gerir mikið fyrir skólahljómsveitina, ef hann er lélegur þá hljómar hljómsveitin ömurlega en ef hann er góður þá er þetta allt önnur hljómsveit.

Engin ummæli: