miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Vélfuglinn Svífur

Kennari minn var að eignast barn og ætlar ekki að kenna næstu vikurnar. Það er svo sem allt í lagi að maður fái smá tíma til að vinna sjálfstætt en gerir prufuspilin erfiðari. Ef það er einhver sem veit hvernig hlutirnir þurfa að hljóma til að vinna prufuspil þá er að Maestro Michal Stadnicki.

Karlinn var annars með tónleika ásamt Morteni Zeuten sellóleikara og kennara Hönnu Loftsd. Þeir spiluðu ýmis dúó þar á meðal Rossini dúóið og Bottesini Passiona Amorosa. Ég er ekki frá því að þessir tónleikar hafi komist á top 10 í skemmtanagildi. Frábærir tónleikar. Margir íslenskir vinir mínir hafa sagt Rossini dúóið leiðinlegt en það er það ekki, þetta er bara spurning um að spila það skemmtilega og vera líflegur. Allavega, var minn kennari brilliant, og alltaf inspírerandi en Morten spilar alltaf með sama grófa ljóta tóninum....sorrý Hanna :( ég fíla hann ekki. Hins vegar fíla ég hvað hann er potþéttur í vinstri, þokkalega öruggur.

Til að vinna prufuspil þarf að æfa stíft. Bless!

Engin ummæli: