miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Aldrei saknaðu hún húsins

Ég verð að segja eins og er að þetta er þokkalega erfitt prógram. Ef það hefði verið Beethoven sinfónía eða eitthvað álíka þá hefði ég geta æft mig fyrir fyrsta daginn. (Ath. hafði bara einn dag fyrir fyrstu æfingu) en af því að þetta er Impressionisk tónlist, Ravel og Roussel þá er erfiði hlutinn aðalega að hver taktur hefur sitt tempó. Maður getur heldur ekki litið yfir nóturnar og séð hvað er erfitt og hvað ekki. T.d. var voðalega einfaldur pizz kafli (að sjá) sem var svo í blússandi hraða í 7/4 til flækja þetta aðeins meira og pizzin spanna 3 áttundir svo maður er stökkvandi allan tímann. Ég vona að þetta gangi betur í dag og á morgunn svo karlarnir verði ekki óánægðir með mig. Ekki það að þeir séu pottþéttir en mun fljótari að lesa svona en ég. Ég hefði frekar viljað fá tónlist sem ég þekkti í fyrsta skipti.

Ég hefði getað spilað í næstu viku líka en get það ekki sökum Messías giggs og prufuspils.

Engin ummæli: