Kæri lesandi.
Ég fékk lyst til að skrifa blogg. Gærdagurinn var svo rosalega langur. Það er nefninlega þannig að í konsinu á maður að læra á píanó í 2 ár (en ekki ég því ég tók 3.stig heima) og í prófinu á maður m.a. að spila undir hjá einhverjum. Ég er einmitt að æfa með stúlku (Anja) fyrir hennar próf. Í gær spiluðum við á litlum tónleikum í skólanum til að æfa okkur. Þótt tónleikarnir hafi verið ansi litlir fékk ég samt allskyns líkamleg stress viðbrögð. En mér var sagt að ég hefði spilað vel svo ég er ekkert óánægður. Það sem stressar mig upp er að þetta verk (Bottesini - Rómanza) er á prógramminu fyrir sumarið (Íslandstónleikana) og það er mjög erfitt að spila það vel ef maður er stressaður (með bogaskjálfta t.d.). Ég á örugglega eftir að verða mest stressaður á tónleikunum heima þar sem þá spilar maður fyrir alla sem skipta mann mestu máli. Ég verð einhvern veginn að undirbúa mig undir þetta stress.
Gærdagurinn var bara svo fjandi erfiður þar sem ég fór í seinasta bassatímann minn og þar þýðir sko ekkert að spila Bottesini, man skal fortsætte...segir karlinn svo ég var með Bach gömbu sónötuna þar og eftir tímann var hóptími eða raddæfing fyrir hljómsveitina. Mahler 1 og Wagner Meistersanger. Sem sagt ótrúlega stór dagur sem endaði...tja getið þið þrisvar...á barnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli