föstudagur, mars 05, 2004

Allt á fullu allsstaðar!

Það gafst nú ekki mikill tími til að vera veikur. Ég er búinn að ferðast fram og til baka milli Malmö og Köben þessa dagana því nú stendur yfir samstarfsverkefni Malmö tónlistarháskólans og Kons. Það er með öðrum orðum hljómsveitarprojekt. Þetta er nú loksins farið að hljóma skemmtilega. Beethoven 5 er ansi skemmtileg þegar hljómsveitin kann nóturnar og Strauss (Don Juan) er vel á veg kominn, ekki seinna vænna enda tónleikarnir á morgunn.

Í gær fór ég í tíma og kennarinn minn sagði að ég hefði spilað Gubaidulinu á tónleikunum um daginn frábærlega. "Du spilleder Gubaidulina fantastiskt godt!" sem er stæsrta hrós sem ég hef fengið frá honum. Í tímanum spilaði ég saraband úr svítu no.4 (Bach-sellósvíta) og honum fannst það flott hjá mér og setti út á smáatriði. Já! Há! maður er farinn að músisera. Venjulega er hann að kvarta undan því að það þýði ekki spila bara nótur, það vill enginn hlusta á nótur. Nú þegar ég er búinn að fá ógeð á að heyra þetta hef ég ákveðið að hugsa alltaf fyrst um að ég hafi músíkalska hugmynd áður en ég vinn í tækninni og ýkja hana það mikið að það fari ekki á milli mála....og karlinn var barasta ánægður með mig. þegar ég var búinn að spila sagði hann að þetta væri gott en við þyrftum að huga að hvernig við brytum upp hljómana. Bara smáatriði. Ég varð glaður, mér leið eins og sjálfstæðum manni! 1944 - fyrir sjálfstæða Íslendinga.

Það eru smásigrarnir í lífinu sem gilda! Þeir stóru koma og fara en þeir litlu setjast að.

Ég er búinn að kaupa flugmiða til Genfar og verð frá 12.-15.mars hjá bogakallinum. Það er allt að gerast! Æjæjæææ!

Engin ummæli: