Í gær voru bassatónleikar. Við vorum 4 sem spiluðum og þetta var ótrúlega góðir tónleikar. Standardinn hjá okkur er sko greinilega á uppleið. Ég spilaði 2 verk (Bottesini Romanza - Gubaidulina Sónata) og var ég áberandi betri í að spila Gubaidulinu. Góð nútímatónlist er bara svo skemmtileg og gaman að láta allt flakka. Það erfiðara í Bottisini, hans músík er svo glær, hljómar auðveld en er ógeðslega erfið. Ég á eitthvað í land með að spila hann mjög vel en Gubaidulina vakti mikla lukku og ég var í feikna stuði að spila sónötuna.
Ég vildi bara að ég fengi oftar tónleikatækifæri því það er það sem telur. Reynslan er svo ótrúlega mikilvæg. Gott dæmi um það var túrinn hjá Ísafold seinasta sumar. Reykjavíkurtónleikarnir voru svo langt um betri en í Höfn. Það var eins og allt önnur hljómsveit.
Ég fór á Kammermúsík keppni í Radiohúsinu í dag sem var mjög skemmtilegt og veitti mér innblástur. Seinasta númerið var blásarakvintett sem spilaði Ligeti utan að og hreyfðu sig á sviðunu þannig að það var alltaf augljóst hverjir voru að spila saman og hverjir voru með undirleik eða laglínu o.s.fr. Ótrúlega skemmtilegt, þið þurfið samt að sjá þetta til að fatta hvað þetta virkaði vel og alls ekki tilgerðarlegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli