Ég hef staðið í e-mail viðræðum við franskan bogasmið undanfarið. Ég hafði spurt hann um verð á bogum og hvort það væri hægt að fá boga frá honum til prufu. Hann á enga boga á lager en í mars er að koma til hans þekktur bassaleikari sem á hjá honum pöntun. Þannig að hann stakk upp á því að ég finndi mér ódýrt flug til Geneva og kæmi í heimsókn. Ég gæti gist hjá honum. Þá verða þarna 3 bogar sem ég get prófað og sagt eftir hverju ég leita eða hverju ég vildi fá breytt og hann smíðar boga handa mér.
Bogi smíðaður með mig í huga.
Vá hvað það er spennandi. Alvöru þjónusta. Ég ætla auðvitað bara að slá til. Þarf bara að finna mjög ódýrt flug þá bjargast þetta fjárhagslega. Hann er svo meira að segja til í að semja um að greiða bogann í nokkrum hlutum ef ég þarf á því að halda.
Kennarinn minn lét mig fá nafnið hans því einhver víóluleikari í Radíóhljómsveitinni hafði keypt boga frá honum sem reyndist mjög vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli